The Who ætlar í tónleikaferð á næsta ári

Pete Townshend, Roger Daltrey og John Entwistle, meðlimir rokkhljómsveitarinnar The …
Pete Townshend, Roger Daltrey og John Entwistle, meðlimir rokkhljómsveitarinnar The Who, skömmu fyrir andlát þess síðastnefnda. Reuters

Pete Town­send, gít­ar­leik­ari rokk­hljóm­sveit­ar­inn­ar The Who, greindi frá því í dag að hljóm­sveit­in ætli á risa­stórt tón­leika­ferðalag á næsta ári. Stirt hef­ur verið á milli þeirra Tow­send og Rogers Daltrey, söngv­ara hljóm­sveit­ar­inn­ar, í nokk­ur ár. Þeir grófu hins veg­ar stríðsöx­ina þegar þeir komu sam­an á Live 8 tón­leik­un­um í Lund­ún­um í síðasta mánuði. Hljóm­sveit­in hef­ur nokkr­um sinn­um ætlað að fara á tón­leika­ferðalag en vo­veif­leg­ir at­b­urðir hafa ætíð sett strik í reikn­ing­inn.

Pete Town­send skrifaði á vefsíðu sinni að hann hefði sest til borðs með Roger Daltrey og hafi þeir ákveðið að hefja und­ir­bún­ing fyr­ir tón­leika­ferðina í fe­brú­ar á næsta ári.

Ýmiss kon­ar at­vik hafa orðið til þess að setja stein í götu The Who. Hljóm­sveit­in hætti störf­um skömmu eft­ir að tromm­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar, Keith Moon, lést árið 1987. Þá áætlaði hljóm­sveit­in að koma sam­an á ný árið 2002 og spila á nokkr­um tón­leik­um. Bassa­leik­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar, John Entwistle, fannst hins veg­ar lát­inn á her­bergi sínu á Hard Rock hót­el­inu í Las Vegas skömmu fyr­ir fyrstu tón­leik­ana. Hljóm­sveit­in ætlaði fyr­ir skömmu að koma sam­an á ný en vand­ræði með tromm­ara hindruðu áætlan­ir henn­ar. Zak Star­key, son­ur Bít­ils­ins Ringo Starr, mun sitja við settið á æf­ing­um þeirra eft­ir­lif­andi meðlima Who, Pete Town­send og Roger Daltrey, í fe­brú­ar á næsta ári.

Gigwise.com

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þá er komið að því að láta langþráðan draum rætast. Ef einhvern tímann er ástæða til að fara varlega með peningana, þá er það í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þá er komið að því að láta langþráðan draum rætast. Ef einhvern tímann er ástæða til að fara varlega með peningana, þá er það í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant