Nektarlandslag á gámasvæði

Fyrirsætur Tunicks í gámahöfninni í Lyon.
Fyrirsætur Tunicks í gámahöfninni í Lyon. AP

Banda­ríski ljós­mynd­ar­inn Spencer Tunick held­ur áfram að taka „nekt­ar­lands­lags­mynd­ir" víða um heim. Um helg­ina fóru 1500 manns úr föt­un­um í frönsku borg­inni Lyon og stilltu sér upp á hafn­ar­svæðinu í Lyon þar sem árn­ar Sa­o­ne og Rho­ne mæt­ast.

Tunick hef­ur ljós­myndað hópa nak­ins fólks í mörg­um af kunn­ustu borg­um heims, svo sem Barcelona. Hels­inki, Lissa­bon, Mexí­kó­borg, New York og Santiago en þetta var í fyrsta skipti sem hann starfaði í Frakklandi. Að sögn norsku frétta­stof­unn­ar NTB hef­ur Tunick óskað eft­ir því að fá að taka mynd­ir af þessu tagi í Ósló.

Frá ár­inu 1992 hef­ur Tunick fengið um 40 þúsund manns til að af­klæðast og stilla sér upp. Fólk sem tek­ur þátt fær ein­tök af mynd­un­um en eng­ar greiðslur.

Spencer Tunick svarar spurningum fréttamanna í Lyon.
Spencer Tunick svar­ar spurn­ing­um frétta­manna í Lyon. AP
Hluti þátttakendanna í Lyon.
Hluti þátt­tak­end­anna í Lyon. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Öll samskipti þín við aðra eru óvenju tilfinningarík í dag. Láttu ekki neikvæðni annarra og óþolinmæði hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Öll samskipti þín við aðra eru óvenju tilfinningarík í dag. Láttu ekki neikvæðni annarra og óþolinmæði hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir