Klúbbeigandi í Miami, Cecil Barker, hefur greitt sem svarar rúmlega tólf milljónir króna fyrir að fá að fara út með Paris Hilton á gamlárskvöld.
Barker hafði betur í keppni við Scott Storch, sem var fylgisveinn Parísar á góðgerðarkvöldverði fyrir Rauða krossinn í Miami.
„Cecil bauð einfaldlega betur en Storch,“ sagði heimildamaður blaðsins New York Daily News, að því er Ananova greinir frá.
Storch er framleiðandi væntanlegrar debútplötu Parísar.