Þættirnir um hina sívinsælu Simpson fjölskyldu hafa nú í fyrsta skipti verið teknir til sýninga í arabalöndunum, en þar munu þættirnir heita „Al Shamsoons.“ Yfirmenn Arab TV, þar sem þættirnir verða sýndir, hafa gert nokkrar breytingar á þáttunum sem þeir telja að muni auka vinsældir þeirra. Homer heitir Omar, og hann er hættur að borða svínakjöt og drekka bjór. Í staðinn mun hann borða arabískar kökur.
Bart hefur einnig hlotið nýtt nafn, en hann heitir Badr. Barinn hans Moe hefur hins vegar alveg verið skrifaður út úr þáttunum.
Þá hafa egypskir leikarar verið ráðnir til að tala fyrir persónurnar, en upphrópanir á borð við „Doh!“ og „Aye Carumba!“ fá að halda sér í þáttunum.