Íbúar í 31 Evrópulandi fá í kvöld tækifæri til þess að velja besta lag Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, frá upphafi, en hátíðin í Kaupmannahöfn í kvöld er haldin í tilefni þess að hálf öld er síðan keppnin var fyrst haldin. Búið er að velja 14 lög sem keppa um nafnbótina og á meðal þeirra eru lögin Waterloo með Abba frá Svíþjóð sem vann árið 1974, My Number One með Helena Paparizou frá Grikklandi sem vann árið 2005 og Ne partez pas sans moi með Celine Dion sem vann fyrir hönd Svisslendinga árið 1988.
Lögin í kvöld verða í sumum tilfellum flutt af upprunalegum flytjendum og í öðrum tilfellum af öðrum flytjendum. Áhorfendur geta svo lag keppninnar í símakosningu, líkt og í venjulegri Eurovision keppni.
Meðal þeirra sem koma fram eru Brotherhood of Man frá Bretlandi, Johnny Logan frá Írlandi, Dana International frá Ísrael og Marie Myriam frá Frakklandi.
Hátíðin verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og hefst útsending klukkan 19:00.