The White Stripes halda tónleika í Laugardalshöll þann 20. nóvember

Jack White, söngvari og gítarleikari The White Stripes á tónleikum.
Jack White, söngvari og gítarleikari The White Stripes á tónleikum. Reuters

Bandaríska rokkhljómsveitin The White Stripes er á leiðinni til Íslands, en sveitin spilar í Reykjavík þann 20. nóvember næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll, en það er Hr. Örlygur sem stendur að komu sveitarinnar til Íslands.

The White Stripes samanstendur af Jack White (gítar/söngur) og Meg White (trommur). Sveitin var stofnuð í Detroit árið 1997 og vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu sem var samnefnd sveitinni og kom út árið 1999.

Í kjölfarið fylgdu skífurnar De Stijl (2000), White Blood Cells (2001) og Elephant (2003). Lög á borð við „Seven Nation Army“ og „I Just Don't Know What To Do With Myself“ komu The White Stripes í röð vinsælustu hljómsveita heims.

Fimmta breiðskífa sveitarinnar, Get Behind Me Satan, sem kom út í sumar, hefur fengið gríðarlega góða viðtökur hjá bæði plötukaupendum og í fjölmiðlum. Fyrstu tvö smáskífulög plötunnar, „Blue Orchild“ og „My Doorbell“ hafa notið mikilla vinsælda, en nýtt smáskífulag, „The Denial Twist“ kemur út viku fyrir tónleika þeirra í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir