Tónleikar Queen þeir bestu

Freddie Mercury, söngvari hljómsveitarinnar The Queen.
Freddie Mercury, söngvari hljómsveitarinnar The Queen.

Tón­leik­ar bresku hljóm­sveit­ar­inn­ar Qu­een á Wembley leik­vang­in­um í Lund­ún­um á Live Aid styrkt­ar­tón­leik­un­um í júlí fyr­ir 20 árum þykja þeir bestu, að mati 60 tón­list­ar­manna, blaðamanna og fleiri manna sem tengj­ast tón­list­ariðnaðinum. Þykir sér­stak­lega eft­ir­minni­legt þegar Freddie Mercury, söngv­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar, fékk 75.000 manns til að klappa sam­an hönd­um í lag­inu Radio Ga-Ga. Rás fjög­ur á breska rík­is­út­varp­inu stóð fyr­ir könn­un­inni.

Í öðru sæti voru tón­leik­ar Jimi Hendrix á Wood­stock hátíðinni í ág­úst árið 1969 en tón­leik­ar bresku pönk­ar­anna í Sex Pistols í Manchester Free Tra­de Hall í júní árið 1976 lentu í þriðja sæti.

Nýj­ustu tón­leik­arn­ir sem lentu á topp tíu lista í könn­un­inni voru tón­leik­ar Radi­ohead á Gla­st­on­bury tón­list­ar­hátíðinni árið 1997.

Á meðal annarra tón­list­ar­manna sem komust á lista voru Bob Dyl­an, Dav­id Bowie, Bob Marley og Oasis.

Þá komust síðustu tón­leik­ar banda­ríska grugg­bands­ins Nir­v­ana á Rea­ding tón­list­ar­hátíðinni í Bretlandi árið 1992 á list­ann og Smile tón­leik­ar Bri­an Wil­sons í Royal Festi­val Hall í Lund­ún­um í fe­brú­ar á síðasta ári.

Þá komust tón­leik­ar bresku rokk­hljóm­sveit­ar­inn­ar Roll­ing Stones í Hyde Park í maí árið 1969 á blað. Ókeyp­is var á tón­leik­ana sem voru haldn­ir tveim­ur dög­um eft­ir and­lát gít­ar­leik­ara hljóm­sveit­ar­inn­ar, Bri­ans Jo­nes.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Reyndu að halda sambandi við vini þína jafnvel þótt vík verði í milli. Láttu stríðni annarra sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Reyndu að halda sambandi við vini þína jafnvel þótt vík verði í milli. Láttu stríðni annarra sem vind um eyru þjóta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir