Sam, sem krýndur var hinum vafasama titli „ljótasti hundur í heimi“ þrjú ár í röð á Sonoma-Marin sýningunni í Santa Barbara í Kaliforníu í Bandaríkjunum, nú síðast í lok júní síðastliðnum, drapst á föstudag í síðustu viku. Seppi, sem þótti einkar ófrýnilegur, var með öllu hárlaus, með skakkar tennur og rytjulegt hár á höfði. Að sögn eiganda hans, Susie Lockheed, var Sam tæplega 15 ára.