Fullyrt að Harry Potter deyi í síðustu bókinni

JK Rowling ásamt leikurum í nýjustu Harry Potter kvikmyndinni.
JK Rowling ásamt leikurum í nýjustu Harry Potter kvikmyndinni. AP

Fregn­ir herma að JK Rowl­ing, höf­und­ur bók­anna um Harry Potter, sé búin að fá sig fullsadda af sögu­hetj­unni og í síðustu bók­inni endi gald­arastrák­ur­inn lífdaga sína. Banda­ríski leik­ar­inn Jim Dale, sem les bæk­urn­ar inn á hljóðsnæld­ur, seg­ir að Rowl­ing hafi fyr­ir skömmu játað að í sjö­undu bók­inni, sem hún er nú að skrifa, ljúki sögu Harrys Potters.

Dale greindi ekki frá því hvernig Harry safn­ist til feðranna. Sjálf hef­ur Rowl­ing aldrei viljað segja margt um framtíð Harrys og fé­laga hans. Þegar hún var ný­lega spurð hvort hann verði ein­hvern­tíma full­orðinn svaraði hún: „Þið verðið að bíða og sjá hvort hann lif­ir nógu lengi til að kom­ast á full­orðins­ár.“

Daniel Radclif­fe, sem leik­ur Harry í kvik­mynd­un­um, hef­ur einnig trú á að strák­ur­inn muni deyja. „Ég held að það geti verið að hann verði myrt­ur í síðustu bók­inni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vilji er allt sem þarf hvort heldur þig langar að ræða eitthvað eða leysa einhverja manndómsþraut. Lærðu af reynslunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vilji er allt sem þarf hvort heldur þig langar að ræða eitthvað eða leysa einhverja manndómsþraut. Lærðu af reynslunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar