Jet Li hættur í bardagamyndunum

Jet Li í hlutverki sínu í myndinni Hetja.
Jet Li í hlutverki sínu í myndinni Hetja. AP

Jet Li ætl­ar að hætta að leika í bar­daga­mynd­um. Ástæðan fyr­ir því er sú, að hann vill verða þekkt­ur fyr­ir leik sinn frem­ur en fimi. Leik­ar­inn, sem er 42 ára, sagði nem­end­um við Fu­dan há­skól­ann í Kína að hann langi til að ein­beita sér að heim­speki­lega þenkj­andi kvik­mynd­um og vilji leika í kvik­mynd­um franska leik­stjór­ans Luc Bes­son.

Nýj­asta bar­daga­mynd Lis er kvik­mynd­in Fe­ar­less og sagði hann, að það verði sín síðasta has­ar­mynd af þess­ari teg­und. „Ég hef sagt oft­ar en einu sinni að þetta muni verða mín síðasta bar­daga­mynd,“ sagði hann.

Jet Li hef­ur verið boðið að leika í meira en 20 kvik­mynd­um og seg­ir hann, að hann muni taka ákvörðun um það fljót­lega hvaða mynd hann ætli að leika í.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í dag mun þér reynast auðvelt að koma miklu í verk. Það skiptir ekki máli hver fær heiðurinn svo lengi sem þú ert þakklátur fyrir gæfuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í dag mun þér reynast auðvelt að koma miklu í verk. Það skiptir ekki máli hver fær heiðurinn svo lengi sem þú ert þakklátur fyrir gæfuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir