Richard Pryor er látinn

Richard Pryor lést í gær eftir um 20 ára baráttu …
Richard Pryor lést í gær eftir um 20 ára baráttu við MS-sjúkdóminn. Hann var 65 ára gamall. Reuters

Gam­an­leik­ar­inn Rich­ard Pryor er lát­inn eft­ir að hafa bar­ist við MS sjúk­dóm­inn í um 20 ár. Pryor var 65 ára gam­all þegar hann lést, en dánar­or­sök­in var hjarta­áfall. Hann lést á sjúkra­húsi skammt frá Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um í gær.

Pryor lék í fjöl­mörg­um vin­sæl­um gam­an­mynd­um á átt­unda á ní­unda ára­tugn­um, og varð hann í fram­hald­inu einn af hæst launuðustu leik­ur­um í Hollywood.

Hann ruddi braut­ina fyr­ir þá svörtu lista­menn sem fylgdu í kjöl­far hans. Hann varð það áhrifa­mik­ill að hann gat séð um sína eig­in samn­inga í Hollywood.

Árið 1983 gerði hann fimm ára samn­ing við Col­umb­ia Pict­ur­es og hljóðaði samn­ing­ur­inn upp á 40 millj­ón­ir doll­ara.

Pryor vakti fyrst at­hygli fyr­ir uppist­ands grín. Grínið gekk út á kjaft­brúk og eng­ar mála­miðlan­ir og ein­blíndi hann á sína eig­in inn­sýn á nú­tím­ann og kynþátta­sam­skipti.

„Ég bý í Banda­ríkj­un­um sem eru upp­full af kynþátta­for­dóm­um og ég er ómenntaður. Þrátt fyr­ir það elsk­ar fjöldi manns mig og lík­ar það sem ég er að gera, og ég hef mitt lifi­brauð af því. Þú get­ur ekki haft það mikið betra en það,“ sagði Pryor.

Gam­an­leik­ur Pryors hafði áhrif á svarta lista­menn eins og Eddie Murp­hy, Arsenio Hall og Damon Way­ans. Þá hafði hann einnig mik­il áhrif á Robin Williams, Dav­id Letter­mann o.fl.

Frétta­vef­ur BBC grein­ir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þér finnst vinir þínir vilja stefna þér til einhvers, sem þér fellur ekki. Heimurinn stöðvast ekki þótt eitthvað bjáti á svo þér er best að halda áfram.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þér finnst vinir þínir vilja stefna þér til einhvers, sem þér fellur ekki. Heimurinn stöðvast ekki þótt eitthvað bjáti á svo þér er best að halda áfram.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir