Telur plötu Emilíönu eina þá bestu á síðasta ári

Umslag Fisherman's Woman.
Umslag Fisherman's Woman.

Tón­list­ar­gagn­rýn­andi banda­ríska dag­blaðsins Des Mo­ines Reg­ister í Iowa tel­ur plötu Em­ilíönu Torr­ini, Fis­her­man’s Wom­an, eina af tíu bestu popp­plöt­um árs­ins sem er að líða. Er Em­ilí­ana þar m.a. í fé­lags­skap Franz Fer­d­inand, Neil Young og White Stripes.

Gagn­rýn­and­inn, Kyle Mun­son, seg­ir m.a. að lög Em­ilíönu á plöt­unni séu svo hljóðlát og hóg­vær að helsti tóngjaf­inn í lag­inu „Li­fes­a­ver" sé marr­andi bát­ur á lygnu vatni. En stund­um nægi kassagít­ar og tæl­andi rödd til að hneppa áheyr­and­ann í fjötra.

Mun­son tel­ur plöt­una Get Behind Me Satan með White Stripes þá bestu á ár­inu. Aðrar plöt­ur sem hann nefn­ir eru Hal með Hal, Welcome to Jamrock, með Dami­an „Jr. Gong” Marley, The Docu­ment­ary með The Game, Howl með Black Re­bel Motorcycle Club, Prairie Wind með Neil Young, The Art of Roll­ing með The Blue Van, Ar­ul­ar með M.I.A. og You Could Have It So Much Better með Franz Fer­d­inand.

Bestu plöt­ur árs­ins að mati Des Mo­ines Reg­ister

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér hefur orðið á í messunni og stendur nú uppi með buxurnar á hælunum. Það er fólk nærri þér sem mun mjólka þig eins og það getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér hefur orðið á í messunni og stendur nú uppi með buxurnar á hælunum. Það er fólk nærri þér sem mun mjólka þig eins og það getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir