Telur plötu Emilíönu eina þá bestu á síðasta ári

Umslag Fisherman's Woman.
Umslag Fisherman's Woman.

Tónlistargagnrýnandi bandaríska dagblaðsins Des Moines Register í Iowa telur plötu Emilíönu Torrini, Fisherman’s Woman, eina af tíu bestu poppplötum ársins sem er að líða. Er Emilíana þar m.a. í félagsskap Franz Ferdinand, Neil Young og White Stripes.

Gagnrýnandinn, Kyle Munson, segir m.a. að lög Emilíönu á plötunni séu svo hljóðlát og hógvær að helsti tóngjafinn í laginu „Lifesaver" sé marrandi bátur á lygnu vatni. En stundum nægi kassagítar og tælandi rödd til að hneppa áheyrandann í fjötra.

Munson telur plötuna Get Behind Me Satan með White Stripes þá bestu á árinu. Aðrar plötur sem hann nefnir eru Hal með Hal, Welcome to Jamrock, með Damian „Jr. Gong” Marley, The Documentary með The Game, Howl með Black Rebel Motorcycle Club, Prairie Wind með Neil Young, The Art of Rolling með The Blue Van, Arular með M.I.A. og You Could Have It So Much Better með Franz Ferdinand.

Bestu plötur ársins að mati Des Moines Register

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir