Fann frumeintak af áður óþekktu ljóði eftir Byron lávarð

Bókasafnsfræðingurinn Susan Stead, sem vinnur fyrir University College háskólann í Lundúnum fann áður óþekkt ljóð eftir breska ljóðskáldið Byron lávarð á dögunum. Blað sem ljóðið hafði verið skrifað á fannst í gömlu eintaki af bók eftir skáldið Samuel Rogers, en þeir Byron voru vinir.

Ljóðið er frá 12. apríl 1812 og fjallar Byron þar um vinskap og minni. Virðist sem bók Rogers hafi verið honum innblástur við skrifin, en hún kom út 1792. Ári síðar opnaði Rogers lessal í Lundúnum þar sem hann bauð til sín rithöfundum, listamönnum, stjórnmálamönnum og leikurum, en Roger var velunnari listamanna auk þess að semja ljóð. Bókina umræddu, sem ljóð Byron fannst í, gaf hann Byron. Bókinni skilaði Byron svo aftur Rogers.

„Ég opnaði bara bókina og þarna var það,“ sagði bókasafnsfræðingurinn um fundinn við fréttavef BBC. Hún hafi verið að taka til í safni skólans. Byron dáði Rogers framan af en sleit vinskapnum árið 1818 og orti þá um hann níð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach