Fyrsti rúllustiginn

Íbúar í litla fjallaþorpinu Trysil í suð-austurhluta Noregs gátu í dag glaðst yfir merkum áfanga í tæknivæðingu þorpsins þar sem fyrsti rúllustiginn var settur upp í nýrri verslunarmiðstöð.

„Þetta jafnast á við það þegar Trysilbúar brögðuðu á kartöflu í fyrsta sinn, eða þegar fyrsti presturinn kom í bæinn," sagði Sven Pettersen sem er meðlimur í sagnfræðiklúbbi þorpsins.

Íbúafjöldi í Trysil er um 6.800 og hafa þorpsbúar löngum getað notfært sér nýjustu tækni við að flytja fólk á milli „hæða" en skíðalyfturnar sem eru hluti af því að gera bæinn einn af vinsælustu skíðasvæðum Noregs eru allar utandyra.

Rúllustiginn sem er 15 metra langur er innanhúss og í lítilli verslunarmiðstöð.

Pettersen sagði að nú þyrfti fólk ekki að aka um 70 kílómetra til Elverum til að njóta þess að fara upp og niður rúllustiga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir