Kylie Minogue laus við meinið

Kylie Minogue flytur lag.
Kylie Minogue flytur lag. Reuters

Ástr­alska popp­stjarn­an Kylie Min­ogue er laus við krabba­meinið sem greind­ist í öðru brjósti henn­ar í fyrra, að sögn breska dag­blaðsins The Sun. Kylie fór í krabba­meinsmeðferð í fyrra en mun hafa fengið frétt­irn­ar góðu, um að krabba­meinið væri horfið, fyr­ir viku síðan.

Kylie hélt til Ástr­al­íu ásamt unn­usta sín­um Oli­ver Mart­inez eft­ir að ljóst var að hún væri laus við meinið. Ónefnd­ur heim­ildamaður blaðsins, ná­kom­inn Kylie, seg­ir að henni sé létt og að hún sé skýj­um ofar. Henni hafi liðið vel sein­ustu tvo mánuði og hún hafi verið bjart­sýn og bætt á sig.

Kylie gekkst und­ir lyfjameðferð í Par­ís eft­ir að annað brjóst henn­ar var fjar­lægt að hluta í Mel­bour­ne í Ástr­al­íu, en meinið greind­ist í maí í fyrra. Lyfjameðferðinni lauk 18. des­em­ber sl. Nú tek­ur hins veg­ar við dag­leg geislameðferð til þess að tryggja að meinið taki sig ekki upp að nýju. Kylie býr nú í Par­ís með unn­usta sín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú finnur til mikillar verndartilfinningar gagnvart vini í dag. Mundu að þú ert best til þess fallinn að dæma um það hvaða leið hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú finnur til mikillar verndartilfinningar gagnvart vini í dag. Mundu að þú ert best til þess fallinn að dæma um það hvaða leið hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant