Lostafullir Bretar valda skemmdum upp á 38 milljarða króna

mbl.is

Bret­ar valda ár hvert skemmd­um upp á 350 milj­ón­ir punda, um 38 millj­arða króna, á meðan á kyn­mök­um stend­ur. Und­irfata- og kyn­lífs­hjálp­ar­tækja­versl­un­in Ann Sum­mers, sem rek­ur fjölda versl­ana í Bretlandi, stóð að könn­un á því hversu tíð meiðsli og skemmd­ir á eign­um væru af völd­um kröft­ugra kyn­maka. 2.000 manns voru spurð og kom í ljós að eitt af hverj­um tíu pör­um eða hjón­um reyndi að fá bæt­ur frá trygg­ing­ar­fé­lagi vegna brot­inna lampa, vasa, rúma eða rif­inna glugga­tjalda.

41% hafði fengið sviðasár af tepp­um og þriðjung­ur aðspurðra hafði tognað í baki og 12% snúið ökkla eða úlnlið. Pör eða hjón í suðaustri Eng­lands virðast helst slasa sig við sam­far­ir en íbú­ar Yorks­hire-héraðs eru dug­leg­ast­ir í því að sækja bæt­ur til trygg­inga­fé­laga.

For­stjóri Ann Sum­mers, Jacqu­el­ine Gold, tel­ur það frá­bær­ar frétt­ir að fólk sé æv­in­týra­gjarnt í kyn­líf­inu en það verði að fara var­lega. Al­geng­ustu meiðslin eru þessi (nr. 1 al­geng­ust):

1. Sviðasár vegna tepp­anudds

2. Togn­un í baki

3. Úlnliðstogn­un

4. Ökkla­togn­un

5. Mar­inn aft­ur­endi

6. Mar­inn fót­legg­ur

7. Skrámaðir oln­bog­ar

8. Klórað bak

9. Kúla á höfði

10. Bein­brot

Dag­blaðið The Sun grein­ir frá þessu á vef sín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Blandaðu hæfileikum þínum saman við hæfileika annarra, ekki síst þeirra sem þú átt ekkert sameiginlegt en vekja áhuga þinn. Þú verður að læra erfiðu leiðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Blandaðu hæfileikum þínum saman við hæfileika annarra, ekki síst þeirra sem þú átt ekkert sameiginlegt en vekja áhuga þinn. Þú verður að læra erfiðu leiðina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant