Sirrý í Ísland í bítið

Sigríður Arnardóttir, Sirrý, ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Franklín Magnússyni.
Sigríður Arnardóttir, Sirrý, ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Franklín Magnússyni. mbl.is/Jim Smart

Sigríður Arnardóttir, Sirrý, hefur verið ráðin til starfa hjá 365 miðlum og mun hún taka við umsjón morgunþáttarins Ísland í bítið á NFS og Stöð 2 ásamt Heimi Karlssyni föstudaginn 17. febrúar næstkomandi.

Sigríður er kunnust fyrir spjallþátt sinn, Sirrý, á Skjá einum, sem verið hefur á dagskrá stöðvarinnar í fimm ár. Áður en hann hóf göngu sína var hún ritstjóri Vikunnar. Þá hefur Sigríður einnig unnið að dagskrárgerð fyrir Ríkisútvarpið og -sjónvarp og var sem kunnugt er þula í Sjónvarpinu á árum áður.

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, sem verið hefur meðstjórnandi að Íslandi í bítið síðustu mánuði, snýr sér að öðrum verkefnum fyrir NFS og mun þar á meðal koma áfram við sögu í Íslandi í bítið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir