Sirry segist hafa verið samningslaus frá 1. des.

Sigríður Arnardóttir, Sirrý, ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Franklín Magnússyni.
Sigríður Arnardóttir, Sirrý, ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Franklín Magnússyni. mbl.is/Jim Smart
Eft­ir Andra Karl andri@mbl.is
Sjón­varps­kon­an Sig­ríður Arn­ar­dótt­ir, Sirrý, sem í vik­unni skrifaði und­ir samn­ing við 365 miðla, seg­ir Magnús Ragn­ars­son, sjón­varps­stjóra Skjás eins, fara með rangt mál í Morg­un­blaðinu í gær þegar hann seg­ir hana hafa skrifað und­ir nýj­an samn­ing við Skjá einn um liðna helgi. „Ég var með samn­ing við Skjá einn sem sagt var upp 1. des­em­ber sl. og síðan þá hef ég ekki haft neinn samn­ing, - hvorki séð né haft und­ir hönd­um," sagði Sirrý í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Sirrý seg­ir að nýr sjón­varpsþátt­ur, sem hún átti hug­mynd­ina að, hafi verið í bíg­erð en und­ir­bún­ing­ur hafi ekki verið kom­inn það langt á veg að hún hafi gert samn­ing.

Hún seg­ist hafa lent á milli fyr­ir­tækja sem eru í mik­illi sam­keppni og harm­ar það. „Ég fékk svo til­boð frá 365 miðlum um að ganga til liðs við þá og það var til­boð sem ég gat ekki hafnað."

Sjón­varps­áhorf­end­ur geta þó ekki bú­ist við að sjá Sirrý á skján­um al­veg á næst­unni þar sem Skjár einn hef­ur ákveðið að nýta sér ákvæði í samn­ingi Sirrýj­ar, sem sagt var upp 1. des­em­ber, þar sem seg­ir að hún megi ekki starfa sem um­sjón­ar­maður sjón­varpsþátta hjá keppi­naut í sex mánuði eft­ir samn­ings­lok. Þrátt fyr­ir það horf­ir Sirrý björt­um aug­um til fram­halds­ins. "Það er nóg af verk­efn­um hérna og mér mun ekki leiðast. En ég get ekki séð að það skaði Skjá einn á nokk­urn hátt að ég stjórni morg­un­sjón­varpi, þeir eru til að mynda ekki með morg­un­sjón­varp."

Hneykslaður á van­stillt­um viðbrögðum

Ari Edwald, for­stjóri 365 miðla, seg­ist ekki geta annað en lýst furðu sinni á upp­hlaupi for­ráðamanna Skjás eins. Sú hug­mynd hafi kviknað fyr­ir þó nokkru að bjóða Sirrý starf, sem varð úr. Hann blæs á all­ar sögu­sagn­ir þess efn­is að 365 miðlar séu að reyna stela starfs­fólki frá öðrum miðlum eins og Magnús Ragn­ars­son seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær. „Í fram­haldi af því að ég heyrði um óánægju sjón­varps­stjóra Skjás eins kynnti ég mér málið, fékk til mín Sirrý, for­stöðumann NFS og lög­mann fyr­ir­tæk­is­ins og við fór­um yfir þetta í heild sinni. Sirrý stend­ur fast við það að hún hafi ekki á nokk­urn hátt verið skuld­bund­in vænt­an­legri þátt­ar­gerð Skjás eins og full­yrðing­ar um að hún hafi skrifað und­ir samn­ing við Skjá einn, skömmu áður en við buðum henni starf, eru því aug­ljós­lega upp­spuni," seg­ir Ari og bæt­ir við að Magnús hafi hins veg­ar tjáð sér að í samn­ingi Sirrýj­ar frá því í des­em­ber sé ákvæði um að hún megi ekki stjórna sjón­varpsþætti í sex mánuði. „Í fram­haldi af því tjáði ég Magnúsi að 365 miðlar myndu virða þessi ákvæði og þrátt fyr­ir að samn­ing­ur­inn hafi losnað 1. des­em­ber sl. göng­um við út frá því að Sirrý muni ekki geta stjórnað eða haft um­sjón með sjón­varpsþætti í sýn­ingu fyrr en eft­ir 1. júlí nk."

Ari seg­ir þetta vera niður­stöðuna í mál­inu og býst ekki við nein­um eft­ir­mál­um af því. Hann seg­ist hins veg­ar vera hneykslaður á van­stillt­um viðbrögðum sjón­varps­stjóra Skjás eins, og per­sónu­legu skít­kasti sem eng­in inn­stæða sé fyr­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er ekki rétti dagurinn til að sitja heima. Sýndu samstarfsvilja, vertu með opinn huga og leyfðu öðrum að létta undir með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er ekki rétti dagurinn til að sitja heima. Sýndu samstarfsvilja, vertu með opinn huga og leyfðu öðrum að létta undir með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant