Beckham segist ekki geta unnið heimanám sex ára barns

David Beckham.
David Beckham. AP

Fyrirliði landsliðs Englendinga í knattspyrnu, David Beckham, sagði í viðtali við breska dagblaðið The Mail að hann gæti ekki unnið heimanám sex ára barns. Heimanám sonar hans, Brooklyn, í stærðfræði gerði hann ringlaðan.

Brooklyn hafi beðið hann um aðstoð við að ráða fram úr heimadæmum en hann hafi þurft að snúa sér til mömmu sinnar, Victoriu, þar sem pabbinn gat ekki ráðið fram úr vandamálinu. „Heimanámið hjá þeim er svo erfitt nú til dags. Við Brooklyn litum yfir þetta um daginn og ég bara kallaði á Victoriu og spurði hvort hún gæti ekki aðstoðað við heimanámið,“ sagði Beckham.

Beckham segir stærðfræði allt öðru vísi nú til dags en þegar hann var barn. Hann hafi orðið að játa fyrir syninum að hann réði ekki við þetta en boðist til að lesa með honum í staðinn. Brooklyn er í breskum einkaskóla í Madríd á Spáni, en þar leikur Beckham með knattspyrnuliðinu Real Madrid.

Dagblaðið birtir stærðfræðidæmi með viðtalinu sem ætluð eru sjö ára börnum og fengin úr bresku námsefni: „Bet fór út í búð kl. 11.45. Hún kom aftur heim hálftíma síðar. Klukkan hvað kom hún heim?“ og þá „Hvað eru 12 deilt með 3?“. Beckham leikur næst með landsliðinu gegn liði Úrúgvæa á Anfield-leikfangi Liverpool-liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg