Súdönskum manni var skipað af öldungum þorps sem hann býr í að greiða heimanmund með geit. Eigandi geitarinnar, hr. Alifi, stóð manninn að ósiðlegu athæfi með geitinni.
Manninum sem gripinn var með geitinni, hr. Tombe, var gert að greiða eiganda geitarinnar 15.000 dínara í heimanmund með geitinni, um 3.300 krónur. „Við gáfum honum geitina og að því er við best vitum eru þau enn saman," sagði hr. Alifi.
Alifi greindi dagblaðinu Juba Post frá því að hann hefði heyrt mikil óhljóð um miðnæturbilið þann 13. febrúar og rokið út en þar hefði hann fundið Tombe aftan á geitinni. „Ég spurði hann hvað hann væri að gera og þá datt hann af geitinni. Ég náði honum og batt hann." Að því loknu hafi hann boðað öldungana til sín og þeir ákveðið að færa hann ekki lögreglu heldur gera honum að greiða heimanmund með geitinni þar em hann hefði brúkað hana sem eiginkona væri. Fréttavefur BBC segir af þessu.