Engin fegurðarsamkeppni á Vestfjörðum haldin í ár

Keppendur í fegurðarsamkeppni Vestfjarða í fyrra.
Keppendur í fegurðarsamkeppni Vestfjarða í fyrra. mynd/bb.is

Fegurðarsamkeppni Vestfjarða hefur verið blásin af þar sem ekki fást nægir þátttakendur. „Keppnin verður ekki haldin í ár því er nú verr og miður. Í fyrra voru of margar stelpur sem vildu taka þátt en í ár eru þær of fáar,“ segir Stefán Dan Óskarsson, einn af aðstandendum keppninnar.

Metþátttaka var í síðustu keppni þar sem níu stúlkur tóku þátt. Af þeim tóku þrjár stúlkur þátt í keppninni um titilinn Ungfrú Ísland sem haldin var í Reykjavík. Þar komust tvær vestfirskar stúlkur, þær Anna Birta Tryggvadóttir og Margrét Magnúsdóttir fegurðardrottning Vestfjarða 2004, í fyrstu fimm sætin sem er besti árangur Vestfirðinga í keppninni til þessa. Auk þess var Anna Birta valin vinsælasta stúlkan.

Stefnt er að því að fegurðarsamkeppni Vestfjarða verði haldin á næsta ári en vanalega er hún haldin annað hvert ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir