Bandaríski ljósmyndarinn Spencer Tunick sem þekktastur er fyrir myndir sínar af stórum hópum af nöktu fólki víða um heim var í dag staddur í Caracas í Venesúela við iðju sína. Fjölmargir sjálfboðaliðar fækkuðu fötum til að geta fengið að taka þátt í þessari fjölmennu listsköpun.