Íslendingar fá tækifæri til þess að taka þátt í Rockstar

Áheyrnarpróf fyrir Rockstar verða haldin á Gauk á Stöng 5. …
Áheyrnarpróf fyrir Rockstar verða haldin á Gauk á Stöng 5. apríl nk. mbl.is/

Skjáreinn held­ur áheyrna­próf fyr­ir Rockst­ar í Banda­ríkj­un­um miðviku­dag­inn 5. apríl næst­kom­andi á Gauk á Stöng. Ekki er þörf á að skrá sig en áhuga­söm­um er bent á að mæta á Gauk­inn klukk­an níu um morg­un­inn og láta ljós sitt skína frammi fyr­ir full­trú­um Mark Burnett producti­ons, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Kepp­end­ur verða að hafa náð 21. árs aldri. All­ir mega taka þátt óháð því hvað þeir hafa gert í tónlist áður. Leitað er eft­ir góðum söngvör­um sem telja sig hafa það sem þarf til þess að vera aðal­núm­erið í risa­bandi.

„Kepp­end­ur verða að hafa klár þrjú lög til að syngja, eitt af þeim skal vera „co­ver“ lag. Ekki er víst að all­ir syngi öll þrjú lög­in,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir að kepp­end­ur geti valið milli þess að syngja án und­ir­leiks (a capp­ella), með und­ir­spili af disk (play­back án lead vocal) eða með einu hljóðfæri sem söngv­ari eða ein­hver á hans veg­um spil­ar á.

Í nýrri seríu af Rockst­ar er leit­ast við að finna nýj­an aðal­söngv­ara fyr­ir Supernova, nýja hljóm­sveit sem er stofnuð af tromm­ar­an­um Tommy Lee (Mötley Crüe), bassa­leik­ar­an­um Ja­son New­stead (Metallica) og gít­ar­leik­ar­an­um Gil­by Cl­ar­ke (Guns N´Roses).

Sig­ur­veg­ar­inn mun ásamt öðrum meðlim­um Supernova fara í hljóðver og taka upp plötu. Að því loknu verður lagst í heims­reisu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í dag mun þér reynast auðvelt að koma miklu í verk. Það skiptir ekki máli hver fær heiðurinn svo lengi sem þú ert þakklátur fyrir gæfuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í dag mun þér reynast auðvelt að koma miklu í verk. Það skiptir ekki máli hver fær heiðurinn svo lengi sem þú ert þakklátur fyrir gæfuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir