Eftirlaunaþegi vann stærsta vinninginn í Atlantic City

Jospehine Crawford ræðir við fréttamenn framan við spilavélina þar sem …
Jospehine Crawford ræðir við fréttamenn framan við spilavélina þar sem hún fékk vinninginn. AP

Þjónustustúlka á eftirlaunum, Jospehine Crawford, 84 ára að aldri, vann pottinn í spilavíti í Atlantic City. Fékk hún 10 milljónir Bandaríkjadala, 777 milljónir króna, í vinning og er það stærsti einstaki potturinn í sögu spilavíta í Atlantic City.

Crawford hefur mætt tvisvar í viku í spilavítið í Atlantic City frá því að fyrsta spilavítið opnaði þar árið 1978. Hefur hún aldrei unnið meira en eitt þúsund dali hingað til. Pottinn fékk hún í fimm senta vél en hundruð slíkra véla eru tengdar saman í tólf spilavítum í Atlantic City og saman mynda þær pottinn (jackpot.)

Crawford, sem er ekkja, býr hjá dóttur sinni og ekur um á Honda Civic árgerð 2006. Hún segist hvorki ætla að kaupa sér nýtt hús né bíl. Hins vegar hafi hana alltaf langað til Ítalíu þar sem foreldrar hennar fæddust og ólust upp. Eins gerir hún ráð fyrir því að dætur hennar tvær, barnabörnin fimm og langömmubörnin þrjú fái að njóta vinningsins með henni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson