Draugagangur sagður á heimili Cruise og Holmes

Tom Cruise í hópi aðdáenda sinna á Leicester Square í …
Tom Cruise í hópi aðdáenda sinna á Leicester Square í London í gær. AP

Sú hug­mynd hef­ur verið sett fram í Hollywood að rekja megi fjaðrafokið í kring um nokk­urra daga fjar­veru kvik­mynda­leik­ar­ans Tom Cruise frá unn­ustu sinni Katie Hol­mes og ný­fæddri dótt­ur þeirra til þess að drauga­gang­ur sé á heim­ili þeirra. Fjöl­skyld­an býr á Alp­ine Lane og munu fyrr­um íbú­ar húss­ins hafa greint frá því, að þeir hafi upp­lifað ým­is­legt und­ar­legt þar. Þannig held­ur ung dótt­ir Jon Peters því til dæm­is fram, að hún hafi „heyrt radd­ir” í hús­inu og að það sé óhuggu­legt og fullt af draug­um.

Cruise ákvað í gær að lengja sól­ar­hrings­ferð sína til Evr­ópu um tvo sól­ar­hringa til að geta verið viðstadd­ur for­sýn­ing­ar mynd­ar sinn­ar Missi­on Impossi­ble III í London og Par­ís. Cruise varði löng­um tíma með aðdá­end­um sín­um fyr­ir utan kvik­mynda­húsið í London í gær­kvöldi og sagði þeim m.a. að hann hefði talað u.þ.b. „bill­jón sinn­um” við Hol­mes frá því hann fór að heim­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vinkonu þína. Vinnufélagar taka sérstaklega vel í að hjálpa þér með verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vinkonu þína. Vinnufélagar taka sérstaklega vel í að hjálpa þér með verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Torill Thorup
5
Jón­ína Leós­dótt­ir