Keith Richards fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fallið úr pálmatré á Fiji

Keith Richards sést hér munda gítarinn á tónleikum Rolling Stones …
Keith Richards sést hér munda gítarinn á tónleikum Rolling Stones í Sidney í Ástralíu þann 11. apríl sl. AP

Gít­ar­leik­ari bresku rokk­hund­anna í Roll­ing Stones, Keith Rich­ards, ligg­ur nú á sjúkra­húsi en hann fékk heila­hrist­ing eft­ir að hann féll úr pálma­tré á eynni Fiji þar sem hann er fríi. Flogið var með Rich­ards á sjúkra­hús á Nýja-Sjálandi til ör­ygg­is að sögn talskonu hljóm­sveit­ar­inn­ar.

Fram hef­ur komið í frétt­um í Ástr­al­íu og á Nýja Sjálandi að Rich­ards hafi slasast á höfði þegar hann féll úr tré á Fiji. „Fyrr í þess­ari viku fékk Keith Rich­ards í Roll­ing Stones væg­an heila­hrist­ing á meðan hann var í fríi á Fiji,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá talskonu Stones.

Þar seg­ir jafn­framt að hlúð hafi verið að hon­um á staðnum og ákveðið hafi verið að fljúga með hann á sjúkra­hús í ör­ygg­is­skyni þar sem hann yrði skoðaður, en hann flaug ásamt Patti eig­in­konu sinni.

Ekk­ert fleira var sagt varðandi líðan rokk­ar­ans sem er 62ja ára gam­all.

Dag­blöð Fairfax fjöl­miðlasam­steyp­unn­ar greindu frá því í sunnu­dags­blöðum sín­um að flogið hefði verið með Rich­ards á Ascot sjúkra­húsið í Auckland, sem er í norður­hluta Nýja Sjá­lands, á sl. fimmtu­dag.

Vakt­stjóri á sjúkra­hús­inu hef­ur hins­veg­ar ekki viljað staðfesta það að Rich­ards væri þar sjúk­ling­ur.

Roll­ing Stone léku á tón­leik­um í Well­ingt­on á Nýja Sjálandi þann 18. apríl sl., en tón­leik­arn­ir voru hluti af „Big­ger Bang“ tón­leika­ferðinni.

Fram kem­ur á vefsíðu hljóm­sveit­ar­inn­ar að næstu tón­leik­ar Stones verði haldn­ir á Ólymp­íu­leik­vang­in­um í Barcelona á Spáni. Í fram­hald­inu eru fyr­ir­hugaðir 34 tón­leik­ar til viðbót­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Hver sem truflunin er, tekst þér að snúa henni þér í hag. Hlustaðu af athygli, en geymdu viðbrögð þar til þú hefur hugsað málið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Hver sem truflunin er, tekst þér að snúa henni þér í hag. Hlustaðu af athygli, en geymdu viðbrögð þar til þú hefur hugsað málið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar