Fjögurra ára drengur hljóp 65 km maraþonhlaup

Budhia Singh hleypur maraþonhlaup í Bhubaneswar í morgun.
Budhia Singh hleypur maraþonhlaup í Bhubaneswar í morgun. Reuters

Fjögurra ára gamall drengur hefur verið nefndur maraþondrengurinn á Indlandi, en hann hljóp í morgun 65 kílómetra vegalengd í fylgd 300 indverskra hermanna. Fósturfaðir drengsins, sem jafnframt er þjálfari hans, hefur hins vegar verið sakaður um að hagnast fjárhagslega á óvenju miklu þoli drengsins og stofna heilsu hans jafnframt í hættu.

Budhia Singh kom í mark eftir að hafa hlaupið vegalengdina á 7 klukkustundum og 2 mínútum og hann varð þar með yngsti Indverjinn sem hlaupið hefur þessa vegalengd. Methlaupið vakti mikla athygli og fylgdu sjónvarpsmenn drengnum eftir á hlaupinu. Þúsundir áhorfenda fögnuðu hlauparanum unga þegar hann kom í mark en þar hné hann niður, úrvinda af þreytu enda mjög heitt í veðri.

Budhia fæddist í fátækrahverfi í borginni Bhubaneswar. Þegar hann var ársgamall lést faðir hans og móðirin seldi drenginn fyrir jafnvirði 1500 króna. Biranchi Das, sem starfaði sem júdóþjálfari í borginni, ættleiddi drenginn og uppgötvaði síðar að hann bjó yfir óvenju miklu þoli. Drengurinn hefur síðan hlaupið nokkur maraþonhlaup og vakið mikla athygli á Indlandi. En margir óttast að þessi hlaup gangi allt of nærri heilsu Budhias. Hafa barnaverndaryfirvöld í Orissafylki hafið rannsókn á ásökunum um að Das nýti drenginn sér til fjárhagslegs ábata.

En Budhia segist hafa gaman af því að hlaupa. „Á daglegum 10 tíma hlaupaæfingum finn ég ekki fyrir sársauka. Ég nýt þess," hefur Reutersfréttastofan eftir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant