Lögbannsbeiðni vegna Popetown

Í Popetown er gert grín að Benedikt XVI páfa og …
Í Popetown er gert grín að Benedikt XVI páfa og því vilja kaþólikkar í Bæjaralandi banna sýningu þáttanna. Reuters

Erkibiskupinn í München hefur farið fram á að lögbann verði sett á teiknimyndaþætti sem MTV tónlistarsjónvarpsstöðin mun sjónvarpa í Þýskalandi á morgun að öllu óbreyttu. Teiknimyndaþættirnir sem eru breskir heita Popetown og lýsa á gamansaman hátt daglegu lífi í Vatikaninu.

Benedikt XVI páfi er frá Bæjaralandi og eru meirihluti íbúa héraðsins kaþólikkar og því telur erkibiskupinn rétt að stöðva þættina sem hann telur vera guðlast.

Þættirnir hafa fengið grænt ljós hjá siðanefnd þýskra sjónvarpsstöðva en sýningu þeirra var frestað í Bretlandi eftir röð mótmæla þar í landi.

Erkibiskukpinn segir að þættirnir sem hafa verið talsettir á þýsku séu jafnvel enn meira guðlast en á upprunalega tungumálinu en hægt hefur verið að nálgast þættina á netinu og DVD diskarnir eru einnig til sölu á upprunalega tungumálinu, ensku.

Sjónvarpsstöðin hefur boðið upp á þá málamiðlun að flytja umræðuþátt um efni þáttanna strax á eftir útsendingu fyrsta þáttarins en erkibiskupinn hefur ekki fallist á þá tillögu.

Hann vill einfaldlega láta banna þessa 10 þátta teiknimyndaröð og sór þess eið að gera allt sem í hans valdi væri til að koma því í kring.

Þættirnir voru upphaflega framleiddir fyrir BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan