„Blótsyrði ekki leyfð í útsendingum fjölda sjónvarpsstöðva“ segir eftirlitsmaður Evróvisjón

Silvía Nótt þykir ekki sérstaklega orðvör.
Silvía Nótt þykir ekki sérstaklega orðvör. mbl.is/Eggert

Svan­te Stockselius, sem hef­ur eft­ir­lit með Evr­óvi­sjón söngv­akeppn­inni, seg­ir Silvíu Nótt aðeins þurfa að sleppa blóts­yrði í texta ís­lenska lags­ins til þess að all­ir verði sátt­ir. Svan­te skrifaði ís­lenska hópn­um bréf þar sem vak­in er at­hygli á broti á regl­um keppn­inn­ar. Svan­te seg­ir beiðnina ekki snú­ast um tepru­skap held­ur regl­ur sumra evr­ópskra rík­is­sjón­varps­stöðva, t.d. í Bretlandi, sem megi alls ekki láta slík blóts­yrði frá sér fara í út­send­ingu. Íslenski hóp­ur­inn eigi á hættu að vera vikið úr keppni verði blóts­yrðið sungið.

Málið snýst um blóts­yrði í text­an­um, sem sung­inn er á ensku í mynd­bandi Silvíu Nótt­ar. Þar syng­ur Sil­vía: „The vote is in. I´ll fuck­ing win“.

Svan­te seg­ir nefnd­ina hafa sent kvört­un út af þessu eft­ir að lagið var skráð til keppni um miðjan mars. Þá hafi kvört­un verið komið áleiðis til Evr­óvi­sjón­sendi­nefnd­ar Íslands, ekki Silvíu sjálfr­ar, því aldrei sé haft beint sam­band við lista­menn­ina í slík­um mál­um.

„BBC (breska rík­is­út­varpið) til dæm­is má ekki sjón­varpa efni með blóts­yrði, það myndi hljóta háa sekt fyr­ir það. Það má ekki senda út í beinni út­send­ingu, það verður að tefja send­ing­una um eina mín­útu þannig að hægt sé að eyða út orðinu,“ seg­ir Svan­te. Blóts­yrðaregl­an eigi ekki við um út­gáfu lag­anna á geisladiski. Svan­te seg­ir þó ekki hægt að breyta text­an­um eft­ir form­lega skrán­ingu á lag­inu, syngja verði þann texta sem skráður var. „Það er ekk­ert blóts­yrði í text­an­um sem var lagður inn til skrán­ing­ar,“ seg­ir Svan­te.

Á heimasíðu Rík­is­út­varps­ins, þar sem enski text­inn er birt­ur, er um­rædd textalína eft­ir­far­andi: „The vote is in, they say I win."

Íslenski hóp­ur­inn vel­kom­inn til Aþenu
„Listamaður­inn verður bara að samþykkja að syngja lagið eins og hann sagðist ætla að syngja það, án blóts­yrða,“ sagði Stockselius. Sil­vía þurfi ekki að lofa neinu, bara halda sig við hinn upp­haf­lega og blóts­yrðalausa texta. Syngi hún blóts­yrðið á sviði í trássi við beiðnina eigi ís­lenski hóp­ur­inn á hættu að vera vísað úr keppni taf­ar­laust og jafn­vel geti komið til sekta. „Sekt­in fer þá eft­ir því hversu al­var­legt brotið þykir,“ seg­ir Svan­te.

Svan­te vill koma því áleiðis til ís­lenska hóps­ins að veðrið sé gott í Aþenu og að hóp­ur­inn sé vel­kom­inn.

Í regl­um söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, Eurovisi­on, stend­ur að „eng­ar breyt­ing­ar séu mögu­leg­ar á texta lags eft­ir að það hef­ur verið skráð form­lega til þátt­töku í keppn­inni á fundi formanna skipu­lags­nefnd­ar í Aþenu dag­ana 20.-21. mars 2006.“ Í ann­arri grein regln­anna stend­ur að texti og flutn­ing­ur lags megi ekki koma „óorði“ á loka­keppn­ina eða Evr­óvi­sjón í heild. Brot á því geti orðið til þess að flytj­end­um verði vísað úr keppni.

Geri það sem mér „fuck­ing" sýn­ist
Þegar Morg­un­blaðið náði tali af Silvíu Nótt, hafði hún þetta að segja – á ensku að sjálf­sögðu:

„Ég er Sil­vía Nótt ég geri það sem mér fuck­ing sýn­ist. Það fer eng­inn að segja mér hvað ég má og ekki má.“

Ætlarðu sem sagt að syngja blóts­yrðið í Aþenu þó að það geti þýtt vís­un úr keppni?

„Þetta er enn ein til­raun­in til að koma mér úr keppn­inni. Það vissu all­ir að ég myndi vinna heima og reyndu líka þá að bola mér út. Núna vita all­ir að ég er að fara að vinna úti og eru þess vegna að reyna að fella mig með svona kjaftæði. Lög­fræðing­ar mín­ir eru að skoða þetta mál.“

Finnst þér að blóts­yrði hæfi keppni sem þess­ari?

„Þetta eru nátt­úr­lega Nó­bels­verðlaun­in í tón­smíðum og ég myndi skilja þetta ef ég væri að góla eitt­hvað út í loftið eins og Björk. Ég er bara að nota orð sem er vin­sælt og töff.“

Frétt og bréf á Evr­óvi­sjón­vefn­um Esctoday.com

Evr­óvi­sjón­vef­ur RÚV

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörg horn að líta og nauman tíma, svo þú skalt temja þér að fara vel með þá stund sem þér er til starfa gefin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörg horn að líta og nauman tíma, svo þú skalt temja þér að fara vel með þá stund sem þér er til starfa gefin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir