„Blótsyrði ekki leyfð í útsendingum fjölda sjónvarpsstöðva“ segir eftirlitsmaður Evróvisjón

Silvía Nótt þykir ekki sérstaklega orðvör.
Silvía Nótt þykir ekki sérstaklega orðvör. mbl.is/Eggert

Svante Stockselius, sem hefur eftirlit með Evróvisjón söngvakeppninni, segir Silvíu Nótt aðeins þurfa að sleppa blótsyrði í texta íslenska lagsins til þess að allir verði sáttir. Svante skrifaði íslenska hópnum bréf þar sem vakin er athygli á broti á reglum keppninnar. Svante segir beiðnina ekki snúast um tepruskap heldur reglur sumra evrópskra ríkissjónvarpsstöðva, t.d. í Bretlandi, sem megi alls ekki láta slík blótsyrði frá sér fara í útsendingu. Íslenski hópurinn eigi á hættu að vera vikið úr keppni verði blótsyrðið sungið.

Málið snýst um blótsyrði í textanum, sem sunginn er á ensku í myndbandi Silvíu Nóttar. Þar syngur Silvía: „The vote is in. I´ll fucking win“.

Svante segir nefndina hafa sent kvörtun út af þessu eftir að lagið var skráð til keppni um miðjan mars. Þá hafi kvörtun verið komið áleiðis til Evróvisjónsendinefndar Íslands, ekki Silvíu sjálfrar, því aldrei sé haft beint samband við listamennina í slíkum málum.

„BBC (breska ríkisútvarpið) til dæmis má ekki sjónvarpa efni með blótsyrði, það myndi hljóta háa sekt fyrir það. Það má ekki senda út í beinni útsendingu, það verður að tefja sendinguna um eina mínútu þannig að hægt sé að eyða út orðinu,“ segir Svante. Blótsyrðareglan eigi ekki við um útgáfu laganna á geisladiski. Svante segir þó ekki hægt að breyta textanum eftir formlega skráningu á laginu, syngja verði þann texta sem skráður var. „Það er ekkert blótsyrði í textanum sem var lagður inn til skráningar,“ segir Svante.

Á heimasíðu Ríkisútvarpsins, þar sem enski textinn er birtur, er umrædd textalína eftirfarandi: „The vote is in, they say I win."

Íslenski hópurinn velkominn til Aþenu
„Listamaðurinn verður bara að samþykkja að syngja lagið eins og hann sagðist ætla að syngja það, án blótsyrða,“ sagði Stockselius. Silvía þurfi ekki að lofa neinu, bara halda sig við hinn upphaflega og blótsyrðalausa texta. Syngi hún blótsyrðið á sviði í trássi við beiðnina eigi íslenski hópurinn á hættu að vera vísað úr keppni tafarlaust og jafnvel geti komið til sekta. „Sektin fer þá eftir því hversu alvarlegt brotið þykir,“ segir Svante.

Svante vill koma því áleiðis til íslenska hópsins að veðrið sé gott í Aþenu og að hópurinn sé velkominn.

Í reglum söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, stendur að „engar breytingar séu mögulegar á texta lags eftir að það hefur verið skráð formlega til þátttöku í keppninni á fundi formanna skipulagsnefndar í Aþenu dagana 20.-21. mars 2006.“ Í annarri grein reglnanna stendur að texti og flutningur lags megi ekki koma „óorði“ á lokakeppnina eða Evróvisjón í heild. Brot á því geti orðið til þess að flytjendum verði vísað úr keppni.

Geri það sem mér „fucking" sýnist
Þegar Morgunblaðið náði tali af Silvíu Nótt, hafði hún þetta að segja – á ensku að sjálfsögðu:

„Ég er Silvía Nótt ég geri það sem mér fucking sýnist. Það fer enginn að segja mér hvað ég má og ekki má.“

Ætlarðu sem sagt að syngja blótsyrðið í Aþenu þó að það geti þýtt vísun úr keppni?

„Þetta er enn ein tilraunin til að koma mér úr keppninni. Það vissu allir að ég myndi vinna heima og reyndu líka þá að bola mér út. Núna vita allir að ég er að fara að vinna úti og eru þess vegna að reyna að fella mig með svona kjaftæði. Lögfræðingar mínir eru að skoða þetta mál.“

Finnst þér að blótsyrði hæfi keppni sem þessari?

„Þetta eru náttúrlega Nóbelsverðlaunin í tónsmíðum og ég myndi skilja þetta ef ég væri að góla eitthvað út í loftið eins og Björk. Ég er bara að nota orð sem er vinsælt og töff.“

Frétt og bréf á Evróvisjónvefnum Esctoday.com

Evróvisjónvefur RÚV

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka