Britney Spears er hætt að iðka Kabbalah trúna

Britney Spears hefur fundið trúna í fjölskyldu sinni að eigin …
Britney Spears hefur fundið trúna í fjölskyldu sinni að eigin sögn. Reuters

Poppprinsessan Britney Spears hefur gefist upp á Kabbalah trúariðkun sinni, en hún heldur því fram að hún hafi fundið nýja trú í fjölskyldu sinni. Spears kynntist trúnni í gegnum Madonnu árið 2003, en trúarbrögðin hafa oft verið kölluð „dulspekitrú gyðinga“.

Spears, sem hefur ekki skrifað skilaboð á heimasíðu sína í rúmt ár, skrifaði stutt skilaboð fyrir helgi, en þar segir að hún iðki ekki lengur Kabbalah trú heldur sé barnið nú hennar trúarbrögð.

Skilaboðin birtust á svæði á heimasíðunni sem kallast „Love B“, en það svæði er tileinkað hugsunarflæði söngkonunnar.

Ekki liggur fyrir hvort hún hafi verið að vísa til átta mánaða gamals sonar síns, Sean Preston, barnið sem hún gengur með undir belti eða hvort hún hafi verið að vísa til eiginmanns síns, Kevin Federline.

Fyrir um hálfum mánuði síðan sást hinsvegar til Spears þar sem hún hélt á Kabbalah bók á meðan hún snæddi á mexíkóska veitingastaðnum Taco Bell.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka