Páfinn eyðilagði steggjaveislu

Benedikt 16. á flugvellinum í Krakow á sunnudaginn var.
Benedikt 16. á flugvellinum í Krakow á sunnudaginn var. Reuters

Tæp­lega tutt­ugu bresk­ir vin­ir og kunn­ingj­ar héldu til Kra­kow í Póllandi til að halda ær­lega upp á að einn þeirra fé­laga, Carl Smith, væri að fara að ganga í hjóna­band. Það sem þeir vissu ekki var að Páfinn, var einnig í Kra­kow í fjög­urra daga heim­sókn og til að votta hon­um virðingu sína létu pólsk yf­ir­völd banna áfeng­is­sölu á meðan dvöl hans stóð.

Frétta­vef­ur­inn Ananova hef­ur eft­ir hinum 23 ára brúðguma að hann hefði ekki trúað sín­um eig­in aug­um. Hann hafði hlakkað til þriggja daga veislu­halda með til­heyr­andi áfeng­is­drykkju en þess í stað tefldi hann skák við fé­laga sína á markaðstorg­inu.

„Ég fékk mér kaffi með nokkr­um nunn­um í morg­un. Þær voru ákaf­lega in­dæl­ar en þetta er ekki mjög villt,” sagði Smith.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir