Leðurblökukonan er komin út úr skápnum nú mörgum árum eftir að hún leit fyrst dagsins ljós úr leðurblökuhellinum. DC Comics myndasögufyrirtækið er nú að endurvekja persónuna en sem lesbíu. Í byrjun þessa árs hófst útgáfa á nýrri myndasögusyrpu og verður Leðurblökukonan afhjúpuð í júlí. Hún verður um 175 cm á hæð, rauðhærð, í hnéstígvélum með oddhvössum hælum og í þröngum svörtum búningi eins og leðurblökupersónu sæmir.
„Við ákváðum að láta hana vera öðruvísi,“ segir Dan DiDio, varaforseti og ritstjóri hjá DC Comics. „Við vildum gera persónuleika hennar sérstæðari en annarra í leðurblökufjölskyldunni. Það er ein af ástæðunum fyrir því að við fórum í þessa átt.“
Leðurblökukonan leit fyrst dagsins ljós árið 1956 og árið 1979 var persóna hennar drepin. Nýja persónan mun deila sama nafni og upphafleg persónan, eða Kathy Kane. Þá mun nýja Leðurblökukonan tengjast öðrum persónum í Gotham-borg.
„Hún er yfirstéttakona í Gotham,“ segir DiDio. „Hún þekkir aðeins til Bruce Wayne frá fornu fari. Þá hefur hún einnig átt í ástarsambandi við eina af höfuðpersónum okkar, Renee Montoya.“
Montoya er fyrrum rannsóknarlögreglumaður í „52“ myndasögusyrpunni nýju. Wayne er hinsvegar betur þekktur sem Leðurblökumaðurinn. Hann hefur hinsvegar horfið ásamt, Ofurmanninum og Undrakonunni og fyrir vikið er Gotham-borg orðin mun hættulegri staður.
„52“ myndasögusyrpan er samvinnuverkefni fjögurra þekktra höfunda. Einn rithöfundur mun skrifa einn þátt á viku í eitt ár. Þá mun myndasögurnar kynna aðrar fjölhæfar persónur á meðan sögunni stendur.
„Þetta snýst ekki bara um að vera með samkynhneigða persónu,“ segir DiDio. „Við reynum að vera með fjölbreytta flóur persóna í DC-heiminum. Við erum með sterkar persónur af afrísku, rómönsku og asísku bergi brotnu. Við erum að reyna að ná betri þverskurði af lesendahópi okkar og heiminum.“
Það má segja að nýja persónan hafi vakið blendin viðbrögð meðal myndasögulesenda. Sumir hafa þó gantast með þetta allt saman og spurt hvort það hafi nú ekki verið byltingakenndara fyrir DC Comics að kynna til leiks ófríðar ofurhetjur,