Verið er að hita upp fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Þýskalandi með ýmsum hætti en mótið hefst á föstudag. Meðal annars var haldin nokkuð óvenjuleg tískusýning í München í dag þar sem vinkonur nokkurra knattspyrnuhetja sýndu baðföt með knattspyrnublæ. Á myndinni sjást þýska fyrirsætan Lena Gercke, Raica Oliveira, vinkona Brasilíumannsins Ronaldo, Alena Seredova, vinkona Ítalans Gianluigi Buffon og Pamela Diaz, vinkona Chilemannsins Manuels Neira, á knattspyrnutískusýningunni í dag.