Æ fleiri unglingstúlkur láta minnka kynfæri sín

Á sama tíma og mannréttindasamtök berjast gegn limlestingum á kynfærum kvenna af afrískum uppruna sækjast æ fleiri danskar unglingstúlkur eftir því að láta minnka kynfæri sín með skurðaðgerð, sem svipar um margt til „hefðbundinnar” umskurnar kvenna. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Danskir læknar segja sívaxandi eftirspurn hafa verið eftir slíkum aðgerðum á undanförnum árum og yfirleitt líti stúlkurnar á þær sem fegrunaraðgerðir þar sem þeim finnist kynfæri sín of stór og ljót. Þá segi þær gjarnan að þau þvælist fyrir sér þegar þær vilji ganga í þröngum nærfötum og buxum.

Læknar vara hins vegar sterklega við því að ungar konur gangist undir slíkar aðgerðir, enda segja þeir sjaldnast læknisfræðileg rök fyrir því að þær séu framkvæmdar. Þær geti hins vegar stofnað heilsu stúlknanna í hættu auk þess sem miklar líkur séu á að þær dragi úr ánægju þeirra af kynlífi.

„Það er bara ein gild ástæða til að skera í kynfæri stúlkna og það er ef þær eru með krabbamein,” segir Charlotte Wilken-Jensen, yfirlæknir á kvenlækningadeild héraðssjúkrahússins í Hróarskeldu. „Það er sjálfsímynd þessara kvenna sem þarf að laga. Þetta er hræðileg aðgerð sem ég kalla limlestingu á stúlkunum. Þetta er einfaldlega „umskurn”. Við þekkjum ekki allar afleiðingarnar en við vitum að það veldur sýkingum, ertingu og sársauka á stað sem eiga að valda nautn,” segir hún.

Nokkrar einkalæknisstofur í Danmörku bjóða nú upp á slíkar aðgerðir, m.a. ein sem auglýsir „umskurn" fyrir 7.000 danskar krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka