Fyrsta plata Benna Hemm Hemm gefin út um alla Evrópu

Stórhljómsveit Benna Hemm Hemm á sviði.
Stórhljómsveit Benna Hemm Hemm á sviði. Sverrir Vilhelmsson

Fyrsta plata Benna Hemm Hemm, sem ber nafn hans sem titil og var valin hljómplata ársins í flokknum ,,Ýmis tónlist" á Íslensku tónlistarverðlaununum 2005, verður gefin út um gervalla Evrópu þann 18. ágúst næstkomandi. Útgáfan er á vegum Sound of a handshake, sem er undirfyrirtæki Morr Music í Berlín.

Meðfram plötunni kemur út sjötommu vínylplata með lögunum BeginningEnd og Beygja og beygja. 5. september næstkomandi kemur platan svo út í Bandaríkjunum, ásamt sjötommunni.

Eftirvæntingin er mikil í herbúðum Benna Hemm Hemm, en sveitin fer í tónleikaferðalag til Þýskalands nú um miðjan ágúst. Hljómsveitin hefur verið við upptökur í Sundlauginni í sumar og er ný hljómplata komin langt á veg. Frá þess segir í tilkynningu frá tónlistarmanninum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir