Tveir og hálfur tími af unaði

Karlstrippararnir eru í hörkuformi.
Karlstrippararnir eru í hörkuformi.

Loksins, loksins er Chippendales-hópurinn á leiðinni! Hópinn þarf ekki að kynna en hann samanstendur af karlstrippurum í fínu formi sem koma til að skemmta íslensku kvenfólki sem aldrei fyrr.

Það verða um 10 karlmenn sem skemmta á sýningunni hér á Íslandi hinn 18. ágúst en þeir eru um þessar mundir á ferð um Bretlandseyjar og Norðurlönd. Boðið verður upp á „tvo og hálfan tíma af unaði, dulbúinn sem dans", segir í fréttatilkynningu frá Ísleifi Þórhallssyni skipuleggjanda. Hátt í 1.000 sæti verða í boði fyrir íslenskar konur á Broadway sem munu berjast um að fylgjast með goðumlíkum körlunum.

Sýningar hópsins hafa verið vinsælar í 26 ár og ferðast vítt og breitt um heiminn. Á þessum árum hafa ellefu karlmenn fest sér kvonfang úr röðum sýningargesta en þess má geta að konur sem hyggja á brúðkaup eru iðulega teknar upp á svið af skemmturunum í sérstaka einkameðferð.

Chippendales-hópurinn kemur fram í hundruðum borga víðs vegar um heiminn á ári hverju og skemmtir milljónum kvenna. Sýningarnar vekja iðulega lukku og ganga þær sögur fjöllum hærra að kvenfólk geti ekki á sér setið og dansi upp á borðum strax eftir fyrstu lögin.

Chippendales eru fyrir löngu orðnir klassískir í Bandaríkjunum og koma oft fram í vinsælum spjallþáttum á borð við Jay Leno og Oprah Winfrey. Forsetafrúin Laura Bush viðurkenndi fyrir skemmstu að hún hefði brugðið sér á skemmtun þeirra í Las Vegas, þannig að háir sem lágir eru farnir að samþykkja skemmtunina.

Sýningin á Broadway hefst kl. 20 föstudaginn 18. ágúst og húsið verður opnað kl. 19. Aldurstakmark er 18 ár.

www.chippendales.com

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka