SMS-gjald vegna kosningar í Rock Star Supernova lækkað í 19 krónur

Magni þenur raddböndin til hins ýtrasta í Rockstar Supernova.
Magni þenur raddböndin til hins ýtrasta í Rockstar Supernova. mbl.is

Síminn og Skjár 1 hafa ákveðið að lækka gjaldið fyrir að kjósa með SMS skeyti í keppninni Rock Star Supernova úr 99 krónum í 19 krónur. Magni Ásgeirsson hefur undanfarnar tvær vikur verið meðal þeirra þriggja sem hafa fengið fæst atkvæði. Hægt er að kjósa eftir að útsendingu þáttarins lýkur aðfaranótt miðvikdags en þátturinn er sýndur í beinni útsendingu á Skjá 1 klukkan 1 eftir miðnætti. Atkvæðagreiðsla hefst um kl. 1:50 og stendur til kl. 6 um morguninn.

Bæði er hægt að greiða atkvæði með því að senda SMS skeytið rock bil og svo númer keppandans (í símanúmerið 1900), eða á netinu á slóðinni www.rockstar.msn.com. Það er hægt að kjósa eins oft og vilji er fyrir hendi. Einhverjir hafa lent í erfiðleikum með að kjósa á netinu en samkvæmt upplýsingum frá Skjá Einum er ekki ljóst hvað veldur því en hallast menn helst á að mikið álag valdi því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir