Þjóðarsorg í Ástralíu vegna láts krókódílafangarans

Þjóðarsorg ríkir í Ástralíu vegna láts krókódílafangarans Steve Irwin, sem lést við gerð heimildarmyndar um hættulegustu dýr sjávar á mánudag. Klukkutíma hlé var gert á störfum ástralska þingsins í dag til að heiðra minningu Irwin og sagði John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, við það tækifæri að Irwin hefði látist við áströlskustu aðstæður sem til væru. Þá vitnaði hann í kvikmyndaleikarann Russell Crowe, sem sagði Irwin hafa verið þann Ástrala sem flesta landa hans dreymi um að verða. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

John Stainton, umboðsmaður Irwin, segir þá hafa rætt hætturnar sem Irwin hafi staðið frammi fyrir í starfi sínu fyrir nokkru og að Irwin hafi sagt að yrði starfið honum að aldurtila þá yrði það í sjónum, þar sem hann væri ekki jafn þrautþjálfaður og á landi. “Á landi var hann kvikur, hugsaði hratt, hreyfði sig hratt en í sjónum kemur nýr þáttur inn í þetta, þáttur sem þú hefur enga stjórn á,” segir hann.

Þá segir Stainton að myndir sem teknar voru af atvikinu bendi til þess að gaddaskötunni, sem stakk Irwin í hjartastað, hafi fundist sér ógnað þar sem Irwin hafi verið við hlið hennar og myndatökumaður fyrir framan hana. Hún hafi stansað, gert sig líklega til árásar og sveiflað halanum með göddunum. Allt hafi þetta gerst svo hratt að myndatökumaðurinn hafi fyrst áttað sig á því að eitthvað væri að er hann sá að Irwin blæddi og að á sama andartaki hafi hann misst meðvitund.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær útför hans fer fram en yfirvöld í Queensland hafa lýst vilja til að veita honum ríkisútför. Irwin lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir