Þjóðarsorg í Ástralíu vegna láts krókódílafangarans

00:00
00:00

Þjóðarsorg rík­ir í Ástr­al­íu vegna láts krókó­dílafang­ar­ans Steve Irw­in, sem lést við gerð heim­ild­ar­mynd­ar um hættu­leg­ustu dýr sjáv­ar á mánu­dag. Klukku­tíma hlé var gert á störf­um ástr­alska þings­ins í dag til að heiðra minn­ingu Irw­in og sagði John How­ard, for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu, við það tæki­færi að Irw­in hefði lát­ist við áströlsk­ustu aðstæður sem til væru. Þá vitnaði hann í kvik­mynda­leik­ar­ann Rus­sell Crowe, sem sagði Irw­in hafa verið þann Ástr­ala sem flesta landa hans dreymi um að verða. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

John Staint­on, umboðsmaður Irw­in, seg­ir þá hafa rætt hætt­urn­ar sem Irw­in hafi staðið frammi fyr­ir í starfi sínu fyr­ir nokkru og að Irw­in hafi sagt að yrði starfið hon­um að ald­ur­tila þá yrði það í sjón­um, þar sem hann væri ekki jafn þrautþjálfaður og á landi. “Á landi var hann kvik­ur, hugsaði hratt, hreyfði sig hratt en í sjón­um kem­ur nýr þátt­ur inn í þetta, þátt­ur sem þú hef­ur enga stjórn á,” seg­ir hann.

Þá seg­ir Staint­on að mynd­ir sem tekn­ar voru af at­vik­inu bendi til þess að gadda­sköt­unni, sem stakk Irw­in í hjart­astað, hafi fund­ist sér ógnað þar sem Irw­in hafi verið við hlið henn­ar og mynda­tökumaður fyr­ir fram­an hana. Hún hafi stansað, gert sig lík­lega til árás­ar og sveiflað hal­an­um með gödd­un­um. Allt hafi þetta gerst svo hratt að mynda­tökumaður­inn hafi fyrst áttað sig á því að eitt­hvað væri að er hann sá að Irw­in blæddi og að á sama and­ar­taki hafi hann misst meðvit­und.

Ekki hef­ur verið ákveðið hvenær út­för hans fer fram en yf­ir­völd í Qu­eens­land hafa lýst vilja til að veita hon­um rík­is­út­för. Irw­in læt­ur eft­ir sig eig­in­konu og tvö ung börn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Ástarævintýri með eldri eða ráðsettari manneskju er líklegra en ella núna. Deildu hæfileikum þínum með því að fá öðrum hnitmiðuð verkefni, þótt það sé í eigin þágu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Ástarævintýri með eldri eða ráðsettari manneskju er líklegra en ella núna. Deildu hæfileikum þínum með því að fá öðrum hnitmiðuð verkefni, þótt það sé í eigin þágu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir