Grunur leikur á að aðdáendur Steve Irwins séu að hefna dauða hans

Steve Irwin með súmötrutígurkettling.
Steve Irwin með súmötrutígurkettling. Reuters

Dauðar gaddaskötur, sem búið var að skera halann af, hafa fundist í Ástralíu. Óttast er að aðdáendur „krókódílamannsins“ Steve Irwins hafi drepið sköturnar í hefndarskyni. Sem kunnugt er lést Irwin eftir að gaddaskata stakk hann í brjóstið er hann var ásamt kvikmyndaliði við gerð neðansjávarmyndar Queensland í Ástralíu.

Frá því að Irwin lést hafa 10 gaddaskötur fundist dauðar við strendur Queensland, en þær höfðu fengið hrottalegan dauðdaga.

Embættismenn segja að verið sé að rannsaka dýradrápin og mögulegt sé að einhver verði sóttur til saka fyrir verknaðinn.

Tvær gaddaskötur, sem búið var að skera halann af, fundust dauðar við strönd norður af Brisbane. Átta fundust svo dauðar við aðra strönd í gær.

Wayne Sumpton hjá sjávarútvegsráðuneyti Ástralíu segir að það liggi ekki fyrir að svo stöddu hvort drápin tengist dauða Irwins.

Hann segir að það komi fyrir að sjómenn veiði óvart gaddaskötur og þeir grípa stundum til þess ráðs að skera halann af svo þeir verði ekki stungnir. Hann segir hinsvegar að þetta sé ekki mjög algengt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg