Með Harry Potter handritið í handfarangri

J.K. Rowling, Harry Potter fékk að lokum undanþágu frá reglum …
J.K. Rowling, Harry Potter fékk að lokum undanþágu frá reglum um handfarangur Reuters

Breski rithöfundurinn J.K.Rowling lenti í útistöðum við starfsfólk flugvallar í Bandaríkjunum og komst með naumindum um borð í flug, þar sem hún neitaði að láta af hendi handritið af síðustu Harry Potter bókinni, sem höfundurinn vinnur nú að. Strangar reglur gilda um handfarangur í flugi til og frá Bandaríkjunum eftir að komið var í veg fyrir hryðjuverk um borð í flugvélum á leið til Bandaríkjanna fyrir skömmu.

Höfundurinn fékk að lokum að taka með sér handritið, vafið í teygjur. Hún segist þó hafa íhugað að fara með skipi ef hún fengi ekki að taka handritið með sér í handfarangri, en margt var þar handskrifað að sögn höfundarins auk þess sem átti engin afrit af því sem hún hafði unnið meðan hún dvaldi í Bandaríkjunum .

Rowling var á leið frá New York þar sem hún hafði tekið þátt í góðgerðarsamkomu ásamt höfundunum Stephen King og John Irving.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir