Skorpnað lík fannst við upptökur á CSI-þætti í Los Angeles

Aðalleikararnir í CSI: New York.
Aðalleikararnir í CSI: New York.

Segja má að lífið hafi líkt eftir listinni á dögunum þegar skorpnað lík fannst við upptökur á bandaríska spennumyndaþættinum CSI: New York. Starfsmenn í upptökuliði þáttarins höfðu kvartað undan óþef þegar þeir voru við upptökur í Pacific Electric byggingunni í miðborg Los Angeles.

Ekki leið á löngu þar til húsvörður, sem hafði áhyggjur af einum íbúa hússins sem ekkert hafði spurst né heyrst í lengi, fór inn í íbúð mannsins þar sem rotið lík hans lá.

Rannsóknarstjóri hjá dánarstjóranum í Los Angeles-sýslu segir að sá látni hafi þjáðst af lungnakrabbameini, þunglyndi og hafi mögulega neitt kókaíns.

Ekki var litið svo á að dauðdagi hans hafi komið til með dularfullum hætti en dánarorsökin liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Fram kemur í dagblaðinu Los Angeles Times að upptökuliðið hafi verið að taka upp atriði fyrir þáttinn tveimur hæðum fyrir ofan íbúð hins látna. Þá segir að aðalleikarar þáttarins hafi ekki verið viðstaddir þegar líkamsleifar mannsins fundust.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan