Hafmeyjan eignast "systur"

Sumir kalla hana ofmetnasta viðkomustað ferðamanna í heiminum, aðrir segja hana ómissandi fyrir sjálfsmynd Dana. Eitt er þó víst: eitt þekktasta einkenni Danmerkur, styttan af litlu hafmeyjunni, hefur eignast litla systur. Sá munur er þó á að framúrstefnulegt útlit litlu systur er frábrugðið klassískum útlínum þeirrar eldri, en þær standa skammt frá hvor annari við Löngulínu.

"Þetta er ekki eftirlíking, heldur systir sem lítur allt öðruvísi út en er engu síður aðlaðandi og mun vonandi laða að marga ferðamenn," sagði myndhöggvarinn Bjørn Nørregaard um hugarfóstur sitt sem var afhjúpað í gær. Nýja hafmeyjan er öðruvísi en styttan af hinni frægu sögupersónu Hans Christians Andersens á fleiri vegu því ólíkt eldri systur sinni er hún ekki í seilingarfjarlægð ákafra ferðamanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson