Ný bók eftir Tolkien

Saga sem höfundi Hringadróttinssögu, J.R.R. Tolkien, láðist að klára í lifanda lífi hefur nú verið kláruð af syni hans og kemur hún út næsta vor.

Sonurinn, Christopher Tolkien, hefur nú eytt þrjátíu árum af ævi sinni í að vinna að þessari sögu, sem kallast á frummálinu The Children of Hurin. Þetta er epísk saga sem faðir hans hóf að rita árið 1918 en skildi svo við.

Tolkien yngri sagðist bjartsýnn á að sagan ætti erindi við lesendur og sagði hún fyllilega standa undir því að vera sjálfstætt verk þó svo að partar úr sögunni hafi komið fyrir sjónir almennings áður. Í henni koma meðal annarra fyrir dvergar og álfar úr þríleiknum Hringadróttinssögu.

50 milljónir eintaka seld

Hringadróttinssaga skiptist í þrjár bækur, Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmir snýr heim, hefur selst í yfir 50 milljónum eintaka um heim allan. Ekki hafa vinsældir bókanna dvínað eftir að leikstjórinn Peter Jackson færði þær uppá hvíta tjaldið í einhverjum vinsælustu kvikmyndum síðari ára. Þriðja myndin fékk meðal annars verðlaun sem besta myndin á Óskarsverðlaunaafhendingunni árið 2004.

Tolkien lést árið 1973, þá 81 árs að aldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir