CBGB's lokar

Kristal á skrifstofu sinni á CBGB's
Kristal á skrifstofu sinni á CBGB's AP

Einn þekktasti klúbbur rokksögunnar, CBGB's lokar fyrir fullt og allt í þessari viku. Staðurinn er einkum þekktur fyrir hlutverk sitt í sögu bandaríska pönksins, en þar voru sveitir á borð við Ramones, Blondie og Talking Heads fastagestir við lok áttunda áratugarins.

Eigandi staðarins, Hilly Kristal, hefur staðið í stappi við eiganda húsnæðisins vegna leigu og rennur núverandi leigusamningur út í þessari viku. Kristal hefur ásamt vinum og velunnurum barist fyrir því að klúbburinn fái að halda áfram starfsemi sinni án árangurs.

Kristal, sem er 74 ára og berst við lungnakrabbamein ætlar þó ekki að gefast upp heldur hyggst hann hirða allt lauslegt úr húsnæðinu, þ.á.m. klósettskálar, og ætlar að opna klúbbinn að nýju í Las Vegas. Það sem ekki verður notað verður svo selt á uppboðsvefnum eBay.

Það er söngkonan Patti Smith sem heldur síðustu tónleikana á staðnum, en hún var meðal þeirra fyrstu sem komu fram þegar hann opnaði árið 1973.

Neil McNeil, einn af fastagestum staðarins og annar höfunda bókarinnar ,,Please Kill Me", sem fjallar um sögu pönksins segir að hvert einasta kvöld á CBGB's hafi verið eftirminnilegt, þótt hann muni ekki eftir þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson