Reykjavík verði kvikmyndaborg

Frá tökum á kvikmyndinni Mýrin sem byggir á skáldsögu Arnaldar …
Frá tökum á kvikmyndinni Mýrin sem byggir á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar Árni Sæberg

Borgarráð samþykkti í morgun að tillögu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs, að hrinda af stað átaki til þess að Reykjavík verði áhugaverður kostur fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Verkefnisstjórn skipuðum fulltrúa Reykjavíkurborgar, innlendra kvikmyndafyrirtækja, Kvikmyndmiðstöðvar og Kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík verði falið að gera tillögur í þeim efnum og framkvæmdaáætlun sem lögð verði fyrir í borgarráði ekki síðar en 1. júlí 2007.

Í greinargerð með tillögunni kemur fram að á undanförnum áratug hefur það færst í vöxt að erlendir kvikmyndagerðarmenn sæki Ísland heim og sviðsetji jafnt auglýsingar og stórmyndir í íslenskri náttúru. „Minna hefur verið um að þeir nýti sér þau fjölmörgu tækifæri sem gefast í höfuðborginni Reykjavík.

Innan borgarmarkanna er að finna fjölbreytt umhverfi sem getur nýst sem bakgrunnur í margvíslegum kvikmyndum. Við státum okkur af fyrsta flokks kvikmyndagerðarfólki sem stenst ýtrustu kröfur í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Í Reykjavík er öll þjónusta til staðar innan borgarmarkanna.

Því er lagt til að sett verði í gang vinna til að stuðla að því að Reykjavík verði áhugaverður kostur fyrir erlend kvikmyndafyrirtæki. Til að ná þessu fram verður skipaður starfshópur sem ætlað er að leiða saman skipulags-, menningar-, og umhverfisyfirvöld borgarinnar, listamenn fagfólk og aðra hagsmunaaðila. Hópnum er ætlað að skapa þær kjöraðstæður sem kvikmyndaiðnaðurinn þarf á að halda svo Reykjavík verði fýsilegur kostur fyrir alþjóðleg kvikmyndafyrirtæki," að því er segir í greinargerð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tíminn er dýrmætur og þú hefur engan tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Staldraðu við taktu mark á þeirri rödd sem segir þér að rækta líkama og sál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir