Reykjavík verði kvikmyndaborg

Frá tökum á kvikmyndinni Mýrin sem byggir á skáldsögu Arnaldar …
Frá tökum á kvikmyndinni Mýrin sem byggir á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar Árni Sæberg

Borg­ar­ráð samþykkti í morg­un að til­lögu Björns Inga Hrafns­son­ar, for­manns borg­ar­ráðs, að hrinda af stað átaki til þess að Reykja­vík verði áhuga­verður kost­ur fyr­ir er­lend kvik­mynda­fyr­ir­tæki. Verk­efn­is­stjórn skipuðum full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar, inn­lendra kvik­mynda­fyr­ir­tækja, Kvik­mynd­miðstöðvar og Kvik­mynda­hátíðar­inn­ar í Reykja­vík verði falið að gera til­lög­ur í þeim efn­um og fram­kvæmda­áætl­un sem lögð verði fyr­ir í borg­ar­ráði ekki síðar en 1. júlí 2007.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kem­ur fram að á und­an­förn­um ára­tug hef­ur það færst í vöxt að er­lend­ir kvik­mynda­gerðar­menn sæki Ísland heim og sviðsetji jafnt aug­lýs­ing­ar og stór­mynd­ir í ís­lenskri nátt­úru. „Minna hef­ur verið um að þeir nýti sér þau fjöl­mörgu tæki­færi sem gef­ast í höfuðborg­inni Reykja­vík.

Inn­an borg­ar­mark­anna er að finna fjöl­breytt um­hverfi sem get­ur nýst sem bak­grunn­ur í marg­vís­leg­um kvik­mynd­um. Við stát­um okk­ur af fyrsta flokks kvik­mynda­gerðarfólki sem stenst ýtr­ustu kröf­ur í alþjóðlegri kvik­mynda­gerð. Í Reykja­vík er öll þjón­usta til staðar inn­an borg­ar­mark­anna.

Því er lagt til að sett verði í gang vinna til að stuðla að því að Reykja­vík verði áhuga­verður kost­ur fyr­ir er­lend kvik­mynda­fyr­ir­tæki. Til að ná þessu fram verður skipaður starfs­hóp­ur sem ætlað er að leiða sam­an skipu­lags-, menn­ing­ar-, og um­hverf­is­yf­ir­völd borg­ar­inn­ar, lista­menn fag­fólk og aðra hags­munaaðila. Hópn­um er ætlað að skapa þær kjöraðstæður sem kvik­myndaiðnaður­inn þarf á að halda svo Reykja­vík verði fýsi­leg­ur kost­ur fyr­ir alþjóðleg kvik­mynda­fyr­ir­tæki," að því er seg­ir í grein­ar­gerð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður hugsanlega beðinn um að gera eitthvað sem mun vekja á þér athygli. Málstaður þinn er aðlaðandi fjárfestingarkostur
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú verður hugsanlega beðinn um að gera eitthvað sem mun vekja á þér athygli. Málstaður þinn er aðlaðandi fjárfestingarkostur
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir