Fyrra hjónaband McCartneys dregið inn í skilnaðardeilu hans

Paul McCartney með fyrri konu sinni Lindu, sem lést úr …
Paul McCartney með fyrri konu sinni Lindu, sem lést úr krabbameini. Reuters

Heather Mills, fyrrum eiginkona bítilsins Paul McCartney, er nú sögð halda því fram að hann hafi beitt fyrri eiginkonu sína Lindu líkamlegu ofbeldi og vísa þar til frásagna starfsfólks á heimili hans.

Mills heldur því fram í dómskjölum vegna skilnaðar þeirra að McCartney hafi beitt hana ofbeldi og er hún nú sögð reyna að fá starfsfólk hans til að bera vitni um það að það sama hafi átt við um Lindu.

„Hún sagði mér að hann hefði gert Lindu það sama og hann gerði henni. Að Linda hafi einnig búið við heimilisofbeldi. Hún sagði mér að starfsfólk Pauls hefði sagt henni að Linda hafi einnig orðið fyrir ofbeldi,” sefir ónefndur heimildarmaður breska blaðsins Mail on Sunday.

Geoff Baker, fyrrum fjölmiðlafulltrúi Mccartney, vísar öllum slíkum staðhæfingum algerlega á bug. „Þetta er það fáránlegasta sem ég hef á ævi minni heyrt. Það vita það allir að hjónaband Paul og Lindu var eitt það hamingjuríkasta í skemmtanaiðnaðinum,” segir hann.

Ásakanir hafa einnig komið fram um það í breskum fjölmiðlum á undanförnum dögum að það hafi verið Heather en ekki Paul sem beitti ofbeldi í sambandi þeirra. „Það var Heather sem kom öllum rifrildum af stað með sífelldu nöldri og þau fóru síðan úr böndunum,” segir ónefndur heimildarmaður breska blaðsins News of the World. „Ráðskonan varð að koma inn, þegar þau voru afstaðin, og þrífa upp eftir þau.” Þá segir hann Heather eitt sinn hafa kastað tómatsósuflösku í Paul, en að flaskan hafi flogið rétt framhjá höfði hans.

Heather mun koma fyrir dómara þann 3. nóvember vegna skilnaðarkröfu sinnar en ekki er gert ráð fyrir að málið verði tekið fyrir fyrr en í mars á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir