Andy Taylor yfirgefur Duran Duran

Duran Duran þegar þeir léku fyrir Íslendinga í Egilshöll í …
Duran Duran þegar þeir léku fyrir Íslendinga í Egilshöll í fyrra. mbl.is/Árni Torfason

Gítarleikari Duran Duran, Andy Taylor, hefur hætt í sveitinni, sem er þessa dagana á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Í yfirlýsingu sem hljómsveitin sendi frá sér kemur fram að ekki hafi verið hægt að vinna með Taylor og að enga lausn væri að finna á þeim vanda sem væri komin upp.

Hljómsveitin, með söngvarann Simon Le Bon í broddi fylkingar, var ein stærsta hljómsveit níunda áratugar síðustu aldar. Hún kom aftur saman fyrir fimm árum.

Talsmaður Duran Duran sagði að tónleikaferðalagið muni halda áfram, en annar gítarleikari hefur verið fenginn til þess að fylla upp í skarð Taylors.

Fréttirnar komu aðeins nokkrum klukkustundum áður en að sveitin átti að halda tónleika í Chicago.

Fram kemur í yfirlýsingunni sem þeir Simon Le Bon, Nick Rhodes, John Taylor og Roger Taylor sendu frá sér að „gjá“ hefði myndast á milli þeirra sem einfaldlega þýðir að þeir gætu ekki starfað lengur saman.

Duran Duran var stofnuð í Birmingham árið 1978 og skaust á stjörnuhimininn með lögum eins og Rio og Wild Boys. Hljómsveitin hefur selt tugi milljóna platna um allan heim.

Að sögn félaga Andys Taylors í Duran Duran hefur myndast …
Að sögn félaga Andys Taylors í Duran Duran hefur myndast gjá á milli þeirra þannig að ekki sé lengur hægt að starfa með honum. mbl.is/Jim Smart
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler