Andy Taylor yfirgefur Duran Duran

Duran Duran þegar þeir léku fyrir Íslendinga í Egilshöll í …
Duran Duran þegar þeir léku fyrir Íslendinga í Egilshöll í fyrra. mbl.is/Árni Torfason

Gít­ar­leik­ari Dur­an Dur­an, Andy Tayl­or, hef­ur hætt í sveit­inni, sem er þessa dag­ana á tón­leika­ferðalagi um Banda­rík­in. Í yf­ir­lýs­ingu sem hljóm­sveit­in sendi frá sér kem­ur fram að ekki hafi verið hægt að vinna með Tayl­or og að enga lausn væri að finna á þeim vanda sem væri kom­in upp.

Hljóm­sveit­in, með söngv­ar­ann Simon Le Bon í broddi fylk­ing­ar, var ein stærsta hljóm­sveit ní­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar. Hún kom aft­ur sam­an fyr­ir fimm árum.

Talsmaður Dur­an Dur­an sagði að tón­leika­ferðalagið muni halda áfram, en ann­ar gít­ar­leik­ari hef­ur verið feng­inn til þess að fylla upp í skarð Tayl­ors.

Frétt­irn­ar komu aðeins nokkr­um klukku­stund­um áður en að sveit­in átti að halda tón­leika í Chicago.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni sem þeir Simon Le Bon, Nick Rhodes, John Tayl­or og Roger Tayl­or sendu frá sér að „gjá“ hefði mynd­ast á milli þeirra sem ein­fald­lega þýðir að þeir gætu ekki starfað leng­ur sam­an.

Dur­an Dur­an var stofnuð í Bir­ming­ham árið 1978 og skaust á stjörnu­him­in­inn með lög­um eins og Rio og Wild Boys. Hljóm­sveit­in hef­ur selt tugi millj­óna platna um all­an heim.

Að sögn félaga Andys Taylors í Duran Duran hefur myndast …
Að sögn fé­laga An­dys Tayl­ors í Dur­an Dur­an hef­ur mynd­ast gjá á milli þeirra þannig að ekki sé leng­ur hægt að starfa með hon­um. mbl.is/​Jim Smart
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vinkonu þína. Vinnufélagar taka sérstaklega vel í að hjálpa þér með verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vinkonu þína. Vinnufélagar taka sérstaklega vel í að hjálpa þér með verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir