Lögreglumenn kæra Burger King fyrir að selja sér marijúana-hamborgara

Hamborgari en þó ekki með marijúana.
Hamborgari en þó ekki með marijúana. Morgunblaðið/Árni Torfason

Lög­reglu­menn­irn­ir Mark Landa­vazo og Henry Gabal­son í Nýju-Mexí­kó hafa lög­sótt Burger King fyr­ir að setja marijú­ana á ham­borg­ara sem þeir keyptu sér. Lög­reglu­menn­irn­ir keyptu sér ham­borg­ara á Burger King veit­ingastað í Los Lunas og voru bún­ir að borða helm­ing­inn af þeim þegar þeir áttuðu sig á því að marijú­ana væri á kjöt­inu.

Lög­reglu­menn­irn­ir voru með áhöld í bíln­um til að at­huga hvort svo væri og fundu leif­ar mari­hú­ana á kjöt­inu. Þeir fóru síðan á sjúkra­hús í rann­sókn. Þrír starfs­menn Burger King voru hand­tekn­ir í kjöl­farið og kærðir fyr­ir að vera með eit­ur­lyfið í fór­um sín­um. Þeir voru einnig kærðir fyr­ir árás á lög­regluþjón.

Þeir Landa­vazo og Gabal­son vilja fá skaðabæt­ur og að mönn­un­um verði refsað fyr­ir þenn­an verknað. Þá segj­ast þeir hafa borið skaða af þessu. Lög­fræðing­ur lög­reglu­mann­anna, Sam Bregman, seg­ir nafnið Whopp­er hafa fengið nýja merk­ingu með þessu, en Whopp­er er sá ham­borg­ari sem þekkt­ast­ur er á mat­seðli Burger King.

Lög­fræðing­ur­inn seg­ir málið háal­var­legt, lög­reglu­menn­irn­ir hefðu getað verið kallaðir út til að hemja of­beld­is­mann eða lent í skot­b­ar­daga og þá með skerta at­hygli vegna neyslu marijú­ana. Því hefði getað farið illa og málið ekk­ert til að grín­ast með. Sky seg­ir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vilji er allt sem þarf hvort heldur þig langar að ræða eitthvað eða leysa einhverja manndómsþraut. Lærðu af reynslunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vilji er allt sem þarf hvort heldur þig langar að ræða eitthvað eða leysa einhverja manndómsþraut. Lærðu af reynslunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar