Máttu ekki drekka á sviðinu

Axl Rose, söngvari Guns N' Roses.
Axl Rose, söngvari Guns N' Roses. Reuters

Banda­ríska rokksveit­in Guns N' Roses af­lýsti tón­leik­um í Port­land í banda­ríska rík­inu Maine eft­ir að emb­ætt­is­menn höfðu til­kynnt, að rokk­ar­arn­ir mættu ekki drekka áfengi á sviðinu.

Tveir eft­ir­lits­menn komu til að skoða und­ir­bún­ing hljóm­leik­anna en mik­il blysa­sýn­ing er fast­ur þátt­ur í tón­leik­um sveit­ar­inn­ar. Stephen McCaus­land, talsmaður ör­ygg­is­mála­deild­ar Maine, sagði að hljóm­sveit­armeðlim­irn­ir hefðu viljað drekka bjór, létt­vín og Jager­meister meðan á tón­leik­un­um stóð. Skömmu eft­ir að þeim var sagt að slík neysla myndi brjóta í bága við lög Maine af­lýsti hljóm­sveit­in tón­leik­un­um.

Í til­kynn­ingu frá tals­manni hljóm­sveit­ar­inn­ar seg­ir að eft­ir­lits­menn frá Maine-ríki hafi gert hljóm­sveit­inni ókleift að halda tón­leika af þeim gæðum, sem aðdá­end­ur sveit­ar­inn­ar ætl­ist til. Málið var hins veg­ar ekki skýrt nán­ar. Axl Rose, leiðtogi sveit­ar­inn­ar, sendi einnig frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hann biður aðdá­end­ur Guns N' Roses í Maine vel­v­irðing­ar á því að tón­leik­un­um var af­lýst en seg­ir að tveir menn hafi gert hljóm­sveit­inni ókleift að koma fram. Er þar vísað til eld­varna­eft­ir­lits­mann­anna tveggja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú gætir fengið það á tilfinninguna í dag að einhvejum mislíki við þig eða að einhver vantreysti þér. Með yfirvegun skilar þú bestum árangri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú gætir fengið það á tilfinninguna í dag að einhvejum mislíki við þig eða að einhver vantreysti þér. Með yfirvegun skilar þú bestum árangri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant