Helmingur mannamynda á umferðarskiltum og -ljósum verði af konum

Brátt verða grænir karlar og konur í gangbrautarljósum Fuenlabrada.
Brátt verða grænir karlar og konur í gangbrautarljósum Fuenlabrada. Morgunblaðið/ Þorkell

Bæj­ar­ráð Fu­en­la­brada á Spáni hef­ur lagt það til að annað hvert þeirra um­ferðar­skilta bæj­ar­ins sem sýna mann­eskj­ur verði með mynd af konu. Kon­an eigi að vera í pilsi og með tagl. Bær­inn er suður af höfuðborg­inni Madrid og stend­ur til að end­ur­nýja um­ferðar­skilti og -ljós sem eru úr sér geng­in inn­an árs.

,,Með þessu verður kynjam­is­mun­un þeirri út­rýmt sem sést hef­ur í karl­mann­leg­um mynd­um á um­ferðar­skilt­um fram til þessa," seg­ir í yf­ir­lýs­ingu bæj­ar­ráðsins. Þessi kyn­skipti muni ekki kosta bæj­ar­búa neitt. Reu­ters seg­ir frá þessu. Þess má geta að 1. nóv­em­ber s.l. lagði Bryn­dís Ísfold Hlöðvers­dótt­ir, full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í mann­rétt­inda­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar, fram til­lögu um að sett yrðu upp göngu­ljós á fimm áber­andi stöðum í Reykja­vík þar sem gang­braut­ar­ljósið sýndi konu en ekki karl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú gætir fengið það á tilfinninguna í dag að einhvejum mislíki við þig eða að einhver vantreysti þér. Með yfirvegun skilar þú bestum árangri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú gætir fengið það á tilfinninguna í dag að einhvejum mislíki við þig eða að einhver vantreysti þér. Með yfirvegun skilar þú bestum árangri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Torill Thorup
3
Arn­ald­ur Indriðason
5
Sofie Sar­en­brant